Fellsmúli í Reykjavík
Kona ein í Fellsmúlanum í Reykjavík hafði gefist upp á að búa í íbúð sinni vegna síþreytu og alls konar annarra vandamála. Hún býr reyndar úti á landi og líðan hennar er allt önnur þegar hún er þar. Hún dvelur aðeins tímabundið í íbúð sinni í Fellsmúlanum vegna vinnu sinnar. Hún var búin að prófa allskonar hluti og að lokum ákvað hún að fá mann til að mæla hvort rafsegulsvið væri til staðar í íbúðinni og hvort það gæti verið orsök vanlíðunnar hennar.
Þetta var það síðasta sem hún ætlaði að gera og ef ekkert breyttist var hún búin að ákveða að selja íbúðina.
Valdemar Gísli Valdemarsson mældi hjá henni. Hann fann út að í húsinu voru svokallaðir „flökkustraumar“ í jarðbindingum og mælti með mér til að gera þær úrbætur sem hann taldi þurfa. Kom ég fyrir svokölluðum straumbeini í aðaltöflu hússins og lagfærði jarðbindingar o.fl.
Í stuttu máli sagt þá steinhætti konan við að selja íbúðina sína. Líðan hennar snarbreyttist og var hún gríðarlega ánægð með árangurinn sem hún sagði að hún hefði fundið strax og leið og ég var búinn.
Skömmu síðar var skipt um töfluna í húsinu hennar og allt fór i sama farið. Hún hringdi í mig og ég kíkti á hana. Þá kom í ljós að rafvirkinn sem hafði lagfært töfluna hafði ekki gengið nægilega vel frá straumbeininum sem ég hafði sett upp og flökkustraumarnir ruku í gang á ný.
Þetta fann hún um leið.
Um leið og ég lagfærði svo tengingarnar þá kom hún hlaupandi niður til mín og spurði mig hvað ég hefði gert…því hún fann um leið breytingarnar !
Magnað.
Því má bæta við að á þessum slóðum hef ég unnið ansi mörg verkefni síðan, fengið mikið af fyrirspurnum og hef gert margar úrbætur.