Kom í húsnæði nýlega…á árinu 2020 þar sem voru m.a mjög háir flökkustraumar. Húsráðendur töluðu um að það virtust myndast dökkar rákir í kringum allar myndir á veggjunum hjá þeim. Þ.e ef myndin er tekin niður þá sést ramminn vel sem dökkar línur þar sem myndin var. Einnig voru dökkar línur uppi í öllum kverkum við loftið. Þetta hef ég nokkrum sinnum séð gerast í húsum og hef ég ráð við þessu. Var talað um að húsið hefði verið málað nýlega..þ.e innan 6 mánaða og ekki þótti húsráðendunum spennandi að mála á 6 mánaða fresti til að losna við þetta. Þarna gerði ég ráðstafanir og veitti ráðgjöf hvað þyrfti að gera.