Klettahraun í Hafnarfirði
Kona í Klettahrauni í Hafnarfirði fékk Valdemar til að mæla hjá sér og í framhaldi var ég sendur á staðinn að gera úrbætur. ( Ég framkvæmi mælingar líka en Valdemar mælir með mér til að gera úrbætur ef þarf vegna þess að þeð þarf oft á tíðum að fara inn í aðaltöflur og þar er ég á heimavelli sem rafvirkjameistari) Þessi kona þjáðist af ýmsum kvillum, en það sem henni fannst verst var að á hverjum morgni þurfti hún að hlaupa oft á salernið með slæman niðurgang. Einnig var hún með bólgur og bjúg um allan líkamann. Ef hún hinsvegar var á ferðalagi í húsbílnum sínum eða erlendis þá fann hún ekki fyrir þessu. Hún var búin að prófa ýmislegt án árangurs.
Langaði hana því til að skoða hvort rafmengun gæti verið vandamálið. Svona til að afskrifa það en hafði svosem enga sérstaka trú á að svo væri.
Flökkustraumar voru aðal vandamálið hjá henni ásamt því að margir tenglar í húsinu hjá henni eru ójarðtengdir. Gamalt efni er í húsinu sem heitir Ticino sem er ítalskt raflagnaefni sem var vinsælt milli 1970-1980 c.a. Einnig er rafmagnstaflan mjög illa frágengin og komin á tíma. Router o.fl ekki á réttum stað.
Nú, ég setti Straumbeini í töfluna hjá henni og lagfærði eitt og annað og kom með góð ráð fyrir hana.Router fyrir netið var færður úr stað o.fl o.fl
Ræddum við um að þetta væri fyrsta skrefið af nokkrum sem ég ætlaði að gera fyrir hana. Þar á meðal að draga í jarðsamband þar sem það vantaði og lagfæra og skipta um aðaltöfluna. Ætlaði ég að hafa samband þegar næst losnaði tími hjá mér til að kíkja á þau mál.
Þetta var um haustið 2014. Hún hafði ekkert samband við mig eftir þetta svo ég hélt að þetta hefði kannski bara ekkert hjálpað henni. Svo núna í janúar losnaði tími og ég hafði samband til að kíkja á aðaltöfluna fyrir hana.
Þegar ég svo mætti til hennar og heilsaði og sagðist vera kominn til að kíkja á töfluna hennar og spurði hvernig henni liði þá svaraði hún. Heyrðu Hjörtur, þetta er bara ótrúlegt ! Daginn eftir að þú varst hjá mér að lagfæra rafmagnið þá var bara eins og það hefði verið skrúfað fyrir ! (niðurganginn)
Eins var ég hjá lækninum mínum í blóðprufu og hann var steinhissa á að bólgurnar og bjúgurinn hafði bara aldrei verið minni. Hún sagðist hafa verið svo hissa á þessu að hún reyndi að hugsa upp einhverjar aðrar ástæður en þessar..mataræði,hreyfingu eða bara eitthvað því hún trúði hreinlega ekki að það sem ég gerði hefði haft svona mikil áhrif..En hún fann ekkert. Hún breytti engu öðru.
Ég tók t.d eftir að mér fannst hún hafa grennst…en hún sagði að bjúgurinn hefði hreinlega runnið af.
Næstu skref hjá okkur verða í mars en þá ætla ég að laga aðaltöfluna og fl.