Hafnarfjörður, við höfnina.

Ég var kallaður í nýlegt fjölbýlishús í Hafnarfirði um daginn. Þar var talað um svefnleysi og vanlíðan og spennu í loftinu…húsmóðirin fékk straum af öllu sem hún snerti o.fl. þetta byrjaði nánast um leið og fólkið flutti inn í húsið. Fólk á besta aldri sem hafði búið á öðrum stað í Hafnarfirði áður og ekki fundið fyrir neinu þar. Húsmóðirin fann helst fyrir þessu og talaði líka um að barnabörnin væru fersk og kát alltaf þegar þau kæmu í heimsókn en ef þau gistu þá voru þau alltaf mjög þreytt og ómöguleg.Íbúðin þeirra er á 1 hæð og mig minnir að það séu 8 íbúðir í hverjum stigagang en þeir eru þrír.
Nú, ég byrjaði að mæla og allt leit svosem þokkalega út þar til ég fór að nálgast svefnherbergið þeirra…þá fóru gildin hækkandi mjög hratt og náðu hámarki við endann á rúminu þeirra og mældust allt að 15 milligauss þar og um og yfir 5 milligauss á koddanum þeirra. Geislavarnir ríkisins tala um 2 milligauss sem hættumörk…2 milligauss er samt allt of hátt. Eftir smá spjall komst ég að því að beint fyrir neðan herbergið þeirra er inntakskompan bæði fyrir heitt/kalt vatn og rafmagn. Skrapp ég niður og sá strax að upp við loftið í inntakskompunni var kapalstigi með rafmagnskaplinum inn í húsið og helling af fleiri lögnum. Hann var þar af leiðandi kannski c.a 50 cm frá rúminu þeirra beint fyrir ofan. Einnig voru háir flökkustraumar í vatnslögnum og sökkulskauti hluti af vandamálinu. Þarna var gengið hreint til verks…kapallinn var skermaður af á ákveðinn hátt og lagfæringar gerðar á aðaltöflunni. Árangurinn….mælingin á koddanum hjá fólkinu fór frá því að vera yfir 5 milligauss niðurí c.a 0,2-,0,3 milligauss. Húsmóðirin er farin að sofa miklu betur á nóttunni og hætt að fá straum af öllum sköpuðum hlutum……ætlar að bjóða barnabörnunum í heimsókn aftur fljótlega…..Magnað hreint…. ótrúlegt að hús séu hönnuð með inntakskompu fyrir rafmagn og vatn beint fyrir neðan svefnherbergi. Það má fylgja sögunni að þarna eru tveir stigagangar í viðbót sem ég er búinn að taka í gegn með sömu aðferð.

ER ÞETTA NOKKUÐ SVONA HEIMA HJÁ ÞÉR ?

SVEFNTRUFLANIR, RYKMYNDUN,MIKIÐ STÖÐURAFMAGN,ÞREYTA,MINNISLEYSI,BJÚGUR O.FL. O.FL ERU ALLT EINKENNI SEM ÉG HEF FUNDIÐ AÐ GETA STAFAÐ AF VANDAMÁLUM Í RAFKERFUM HÚSA