Hafnarfjörður, Vallahverfið

Þarna er um að ræða heimili á höfuðborgarsvæðinu í hverfi sem ég hef fundið mikil og margvísleg vandamál. Þarna voru mjög miklir flökkustraumar. (6-8A minnir mig) Ég mældi hjá þeim, setti Straumbeini sem tók flökkustraumana, gerði nokkrar fleiri smávægilegar breytingar og síðan c.a einum mánuði síðar fékk ég þessi skilaboð :


Fyrirgefðu að ég hafði ekki samband fyrr en við vildum aðeins bíða og sjá áhrifin til aðeins lengri tíma því að ég var mjög veik þegar þetta var sett í. (Straumbeinirinn)
Það sem við höfum tekið eftir er m.a að við fáum ekki straum af öllu lengur það er bara uppþvottavélin.
(Jarðtengingin að henni er rofin einhversstaðar á leiðinni og það þarf að laga það ) við höfum ekki skipt um neina ljósaperu.( En perurnar sprungu ítrekað hjá þeim) Svo er það heilsan við höfum sofið betur og ég hef ekki fengið mígreniskast og eitt sem okkur finnst mjög skrítið líka,strákurinn okkar er búin að vera með rosalegar blóðnasir 2-3 í viku síðustu mánuði og hann hefur ekki fengið blóðnasir 1 sinni síðan þú settir þetta í. (Straumbeini)
Við höldum að þetta sé bara byrjuninn og erum alveg ákveðin í að klára þetta dæmi í haust þannig að bara takk kærlega fyrir okkur 🙂

Þetta dæmi sem hún talar um er að setja niður jarðskaut í garðinum hjá þeim því jarðsamband er lélegt á húsinu.

Sönn saga…eins og allar hinar, mjög áhugaverður árangur.