Sérfræðingar í rafmælingum !

Rafvirkjameistari / Raffræðingur

Ólafur Hjörtur Magnússon

Stofnandi fyrirtækisins Líf & Ljós ehf er Ólafur Hjörtur Magnússon rafvirkjameistari og raffræðingur. Ég byrjaði að vinna við rafmagn árið 1992 og starfaði hjá hinum ýmsu fyrirtækjum til ársins 2002 þegar ég stofnaði fyrirtækið Líf & Ljós ehf . Frá þeim tíma hef ég starfað sjálfstætt. 2002-2020 eða í 18 ár samtals.

Áhugi minn á rafmengun tók kipp árið 2010 þegar ég sótti námskeið í Rafiðnaðarskólanum sem heitir “Rafsegulsvið Hætta eða hugarvíl” hjá rafeindavirkjameistaranum og skólastjóra Raftækniskólans, Valdemar Gísla Valdemarssyni.

Þar kannaðist ég við ýmislegt sem rætt var um og gat heimfært á sjálfan mig, höfuðverk í vinnunni, þreytu o.fl.o.fl. Keypti ég mér nokkur mælitæki og fór að leika mér með þau og fikta með þau heima hjá mér og vinum og kunningjum. Eftir námskeiðið hófum við síðan samstarf sem hefur bara aukist á liðnum árum og nú er svo komið að hann er nánast hættur að mæla sjálfur og bendir bara á mig. Ég hef misst töluna á hve margar mælingar ég hef farið í en þær eru líklega komnar yfir 200 núna.
( 1.1.2020) Ég hef gert úrbætur eða tillögur um úrbætur og hef náð fínum árangri og fengið miklar þakkir frá fólki sem hefur fundið miklar breytingar á sinni líðan og fl.o.fl Er ég búinn að koma mér upp mörgum mælitækjum sem eru dýr og er að verða sérhæfður í þessum fræðum. Hef verið kallaður til Hofsós, Hellu, Selfoss,Hveragerðis,Akranes, Akureyrar, Víkur í Mýrdal, Kirkjubæjarklausturs, Grundarfjarðar  og fleiri staða.
 
Tekið skal fram að ég er ekki að fullyrða neitt um að rafsegulmengun hafi slæm heilsufarsleg áhrif, enda er ég ekki læknir eða vísindamaður. Aftur á móti hef ég mýmörg dæmi um fólk …OG DÝR…sem hafa fengið betri líðan eftir breytingar sem ég hef gert á tengingum rafkerfa í hýbýlum þeirra. Þar hafa flökkustraumar í jarðbindingum nokkra sérstöðu sem orsakavaldur og ég byrja alltaf á að athuga hvort þeir séu til staðar.

Vert er að geta þess að ég nota ekki prjóna eða neinar óhefðbundnar aðferðir við mínar mælingar…enginn hjálpar mér að handan….ef þið eruð að leita að svoleiðis þá eruð þið á rangri síðu 🙂

Hvernig getum við aðstoðað ?

Við bjóðum uppá að koma í heimahús og fyrirtæki og gera úttektir á rafmagninu. Það sem er athugað er í fyrsta lagi hvort flökkustraumar séu í jarðbindingum. Síðan er farið yfir hvort rafsegulsvið og rafsvið sé innan marka í húsnæðinu, mæld hátíðni ( Dirty Electricity) , Örbylgjur og farið yfir heimilið og skoðað hvort þar leynist tæki sem eru óæskileg. Ráðgjöf um notkun GSM síma o.fl.o.fl

 

tf2_angled_catalog-100x100

Mælingar

1: Flökkustraumar 2: Rafsegulsvið 3: Rafsvið 4: Örbylgjur frá Router 5: Örbylgjur frá möstrum í nágrenninu 6: Stetzer mæling, hátíðni

EMF10_large

Skoðunin

Farið er yfir allt húsið og skoðað hvort óæskileg tæki, t.d vekjaraklukkur, heimasímstöðvar, slæmir mótorar í rafmagnsrúmum og stólum leynist þar. Ráðgjöf með notkun GSM síma o.fl

images

Lagfæringar

Ef í ljós kemur í mælingunum að lagfæringa er þörf þá gerum við tilboð í úrbætur sem þörf er á ef áhugi er fyrir því.

Hafðu samband