Sérfræðingar í rafmælingum !
Rafvirkjameistari / Raffræðingur
Ólafur Hjörtur Magnússon
Stofnandi fyrirtækisins Líf & Ljós ehf er Ólafur Hjörtur Magnússon rafvirkjameistari og raffræðingur. Ég byrjaði að vinna við rafmagn árið 1992 og starfaði hjá hinum ýmsu fyrirtækjum til ársins 2002 þegar ég stofnaði fyrirtækið Líf & Ljós ehf . Frá þeim tíma hef ég starfað sjálfstætt. 2002-2020 eða í 18 ár samtals.
Áhugi minn á rafmengun tók kipp árið 2010 þegar ég sótti námskeið í Rafiðnaðarskólanum sem heitir “Rafsegulsvið Hætta eða hugarvíl” hjá rafeindavirkjameistaranum og skólastjóra Raftækniskólans, Valdemar Gísla Valdemarssyni.
- Sími: 8988848
- lifogljos@simnet.is
Hvernig getum við aðstoðað ?
Við bjóðum uppá að koma í heimahús og fyrirtæki og gera úttektir á rafmagninu. Það sem er athugað er í fyrsta lagi hvort flökkustraumar séu í jarðbindingum. Síðan er farið yfir hvort rafsegulsvið og rafsvið sé innan marka í húsnæðinu, mæld hátíðni ( Dirty Electricity) , Örbylgjur og farið yfir heimilið og skoðað hvort þar leynist tæki sem eru óæskileg. Ráðgjöf um notkun GSM síma o.fl.o.fl
Mælingar
1: Flökkustraumar 2: Rafsegulsvið 3: Rafsvið 4: Örbylgjur frá Router 5: Örbylgjur frá möstrum í nágrenninu 6: Stetzer mæling, hátíðni
Skoðunin
Farið er yfir allt húsið og skoðað hvort óæskileg tæki, t.d vekjaraklukkur, heimasímstöðvar, slæmir mótorar í rafmagnsrúmum og stólum leynist þar. Ráðgjöf með notkun GSM síma o.fl
Lagfæringar
Ef í ljós kemur í mælingunum að lagfæringa er þörf þá gerum við tilboð í úrbætur sem þörf er á ef áhugi er fyrir því.